MCKI

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
E-mail Print PDF

HCM - Hjartasjúkdómur

HCM er arfgengur sjúkdómur sem finnst í öllum kattategundum, hann finnst einnig í mönnum og öðrum dýrategundum. Hinsvegar vegna þess að oftar en ekki freistast ræktendur til að nota ketti til ræktunar sem eru skyldleikaræktaðir eða að para saman skylda ketti þá koma arfgengir sjúkdómar oftar í ljós. Þó svo að kettirnir sem eru notaðir í dag til Maine Coon ræktunar séu oftast ekki mjög skyldir, þá voru þeir upphaflega byggðir á mjög fáum einstaklingum sem þóttu sérstaklega flott eintök, jafnvel þó að mun fleiri og óskyldari væru í boði til ræktunar, þá voru ákveðin systkyni (klónin) mest notuð, því er arfgengur sjúkdómur eins og HCM mjög rótgróinn í tegundum eins og t.d. Maine Coon. En þetta er engan vegin sérstakur Maine Coon sjúkdómur og er ekki hægt að fullyrða að hann komi oftar fyrir í þeirri katta tegund en annari.

 

HCM er algengasta ástæðan fyrir því að kettir deyja skyndilega úr hjartabilun, en hann lýsir sér þannig að óvenjuleg þykknun á sér stað á vinstri hjartavöðva sem veldur minni sveigjanleika.  Þegar vöðvinn þykknar hægt og rólega verður alltaf minna og minna pláss inní hjartanu fyrir blóð og vegna lítils sveigjanleika nær hjartað ekki að fylla sig eins auðveldlega og á heilbrigðu hjarta.  Sumir kettir sem þjást af HCM fá einnig vökva í lungun svo maður heyrir að hann á erfitt með andadrátt, aðrir fá blóðtappa sem veldur lömun á afturfótum, en flestir sýna engin einkenni fyrr en þeir eru skyndilega bráðkvaddir.

 

Erfiðasti þátturinn við HCM sjúkdóminn er að þetta er ekki fæðingargalli, heldur þróast hann mjög hægt og smá saman eykst þar til kötturinn deyr, en ekki allir deyja, sjúkdómurinn hefur mismunandi stig og ekki er enn vitað nákvæmlega hvers vegna sumir fá mild einkenni meðan aðrir einfaldlega detta skyndilega niður dauðir.  Það er mikilvægt að reyna að greina sjúkdóminn áður en hann hefur þróast of langt, því með lyfjagjöf er hægt að lengja líf kattana.  Þar sem það er skýrt að HCM er arfgengur sjúkdómur er mikilvægt að kettir sem falla frá skyndilega séu krufðir, til að þeir sem ræktuðu hann viti að um HCM var að ræða og geti því tekið viðeigandi ráðstafanir til að fjarlægja sjúkdóminn úr sínum ræktunarlínum.

 

 

 

Dedicated Cloud Hosting for your business with Joomla ready to go. Launch your online home with CloudAccess.net.