MCKI

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
E-mail Print PDF

Fyrsti Maine Coon kötturinn sem vitað er um á Íslandi var Swanycoons Bjorn Again en hann kom til Íslands árið 2000 með Melanie & Jeffrey Plummer, en Jeffrey starfaði hjá Hernum á Keflavíkurflugvelli og tók köttinn með sér frá Bandaríkjum Norður Ameríku. Bjorn Again var skráður hjá CFA, hann átti nú ekki afkvæmi á Íslandi en fékk að kíkja sem heiðursgestur á sýningu hjá Kynjaköttum 2001. Bjorn Again lést síðan úr veikindum 2004.

 

Swanycoons Bjorn Again, fékk titilinn Grand Premier á CFA sýningum í Bandaríkjum Norður Ameríku

 

Fyrsta ræktunardýrið var flutt inn til Íslands var árið 2003, en það var högninn FIN*Escapes Kontici,  hann var fluttur inn á vegum Eagel Storm kattarækt.

Kontici vakti mikla lukku á sýningum á Íslandi og feðraði eitt got árið 2004 með innfluttu læðunni Atalante Silvi-Cola*PL, en hún kom einnig til landsins 2003 ásamt FIN*Escapes Lady of the Stars.

 

FIN*Escapes Kontici, var svæfður árið 2004 sökum FIP, skömmu eftir að fyrstu kettlingarnir hans komu í heiminn.

 

Árið 2004 flutti Eagel Storm kattarækt inn annað par, högnann FIN*Escapes Rolls Royce og læðuna FIN*Escapes Painted Beauty.

Eru því  pörin tvö sem Eagel Storm kattarækt flutti inn, grunnurinn að Maine Coon rækt flestra á Íslandi þar sem innfluttir kettir eftir þennan tíma hafa verið paraðir við afkomendur hinna upphaflegu fjagra. Það var ekki fyrr en 2009 sem fæddist óskylt got, en það kom til með innflutningi á sænsku köttunum SE*Maine Orchid Aerangis Seegeri og SE*Kung Cool Miss Alabama, eigandi  þeirra eru ekki ræktendandi og lét sér þetta eina got nægja en það var skráð hjá Kynjaköttum 2011 um sama leiti og Sólstafa kattarækt fær umráð yfir Seegeri & Alabama.

 

 

 

 

 

 

Dedicated Cloud Hosting for your business with Joomla ready to go. Launch your online home with CloudAccess.net.