MCKI

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
E-mail Print PDF

Vinsamlegast athugið að þetta er lausleg þýðing á staðlinum, við ábyrgjumst ekki að um 100% þýðingu sé að ræða.

Maine Coon staðallinn

 

Maine Coon tegundin er náttúruleg tegund með vingjarnlegt skap sem á rætur sínar að rekja til vinnu kattanna á Norðaustur Amerískum bóndabýlum.

Útlit

Maine Coon köttur er stór með ferhyrndar útlínur á höfðinu, stór eyru, breiða bringu, sterka beinabyggingu, langann vöðvastæltann rétthyrndann líkama ásamt löngu flæðandi skotti.

Sterk vöðvabygging og þéttleiki gefa kettinum kröftugt og hraust útlit.

Stærð

Stór

 

HÖFUÐ

Lögun

Meðal stórt með ferhyrndar útlínur.

Hliðarsýn með mildum íhvolfdum halla.

Enni

lauslega bogadregið

Kinnar

Kinnbein há og áberandi

Andlit/Nef/Trýni

Andlit og nef meðal langt með ferhyrndum útlínum á trýninu.

Greinilegur munur er á milli trýnis og kinnbeina

Haka

Þétt, í jafnri lóðréttir línu við nef og efrivör

 

EYRU

Lögun

Stór, breið við rótina. Hóflega oddhvöss.

Gaupu hár á eyrna toppnum æskileg. Eyrnahár innan í eyrum ættu að ná út fyrir eyrum sjálf.

Staðsetning

Sitja hátt á höfðinu en halla örlítið út.

Á milli eyrna ætti að vera eitt ,,eyrnabil". Bilið á milli er oft aðeins lengra á eldri köttum.

Lægri hlutinn við rótina ætti að vera örlitið aftar en efri hluti rótarinnar.

 

AUGU

Lögun

Stór með góðu bili á milli.

Örlítið sporöskjulaga en ekki möndlulaga, virðast hringlaga þegar þau eru alveg opin.

Sitja með örlítinn halla í átt að neðri eyrnarótinni.

Litur

Allir litir eru samþykktir. Ekkert samhengi er á milli augnlitar og feldlitar.

Tær augnlitur er æskilegur.

 

HÁLS

Karldýr hafa mjög sterkann og vöðvamikinn háls.

 

LÍKAMI

Bygging

Líkaminn ætti að vera langur með öfluga beinabyggingu. Harða vöðva, kraftmikill og breiða bringu.

Stóra líkamsbyggingu, allir líkamspartar ættu að vera í hlutfalli og mynda rétthyrnt útlit.

 

FÆTUR

Sterkbyggðar meðal lengd og mynda rétthyrning með líkamanum.

Loppur

Stórar, hringlaga og með mikið af hárum milli tánna.

 

SKOTT

A.m.k. eins langt og líkaminn frá herðablöðum að skottrót.

Breitt við rótina og fer mjókkandi að enda; með þykkann flæðandi feld.

Feldurinn á skottinu er síður og alltaf flæðandi.

 

FELDUR

Uppbygging

Þéttur feldur sem heldur sér í öllum veðrum.

Stuttur á höfði, öxlum og fótum, verður stighækkandi síðari niður eftir baki og hliðum,  með síðum, þéttum buxum á afturfótunum ásamt magafeld. (Frill is expected).

Áferð silki mjúk. Feldurinn hefur greinilega heild sem fellur mjúklega.

Undirfeldurinn er fíngerður og mjúkur, þakinn mjúkum grófari ytrifeld.

Litur

Allir litir eru leyfilegir, þar á meðal allir litir með hvítu; fyrir utan grímur (pointed), súkkulaðibrúnann lit, lilla lit, kanel lit og drappað.

Allt magn af hvítu er leyfilegt, þ.e. hvít blésa, hvítur blettur á hálsi, hvít bringa, hvítt á maga, hvítt á loppum o.s.frv.

Til að sjá nánar um litarafbrigði skoðið grúppur með því að smella hér.

 

ÁSTAND

Maine Coon ætti alltaf að vera í góðu jafnvægi, ástandi og hlutföllum.

 

ATHUGASEMDIR

* Útlitsgerð ætti alltaf að velja framar en lit.

* Alltaf ætti að hafa sérstaklega hægann þroska tegundarinnar til hliðsljónar.

* Þroskuð karldýr hafa stærri og breiðari höfuð en kvendýr.

* Kvendýrin eru hlutfallslega smærri en karldýrin. Mikilvægt er að hafa það í huga.

* Lengd felds og þéttleiki undirfelds er breytilegur eftir árstíðum.

 

GALLAR

Almennt

* hlutföll í ójafnvægi

* í heildina á litið smár köttur

Höfuð

*hringlaga höfuð

*beinn eða kúptur prófíll

Nef

*brot í nefi

Trýni

*áberandi veiðihárapúðar

*hringlaga eða oddhvasst trýni

Haka

*skúffa

Eyru

* með of löngu millibili sem víkka út til jaðranna

Body

*fíngerð, létt beinabygging

*stuttur, samanrekinn líkami

Fætur

*Langir grannir fætur

Skott

*Stutt skott

Feldur

*skortur á maga poka

*Jafnsíður feldur yfir allan líkamann

*skortur á undirfeld

 

 

 

 

Hægt er að nálgast nýjasta eintakið af staðlinum á heimasíðu FIFé á þremur tungumálum, Ensku, Þýsku & Frönsku,

allt í sama skjalinu, smellið HÉR til að hala honum niður.

 

 

 

 

 

Dedicated Cloud Hosting for your business with Joomla ready to go. Launch your online home with CloudAccess.net.