MCKI

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
E-mail Print PDF

Greining Hnéskeljalos

Hnéskeljalos  er greint því að dýralæknar  þreyfa hnéin og greina stöðu. Mælt er með því að fara til sérfræðings þegar greina á ræktundardýr, en hægt er að láta skrá hnéskeljalos stöðu kattarins hjá OFFA.
Það kostar fyrir eitt stakt dýr kostar 15 USD, séu send inn niðurstöður fyrir fimm eða fleiri kettir samtímis af sama eiganda þá kostar það 7.5 USD á hvern kött.  Verðin miðast við að notað sé eyðublað frá OFFA og samþykkt sé að niðurstöðurnar séu birtar á  heimasíðunni. Til að greiða fyrir greiningu myndanna þá þarf að gefa upp kreditkort (tips gjafakort hjá Íslandsbanka virkar líka og hægt að kaupa 2.000kr spes í þetta) en ef dýrið þitt greinist með hnéskeljalos þá er ekki rukkað fyrir birtinguna.

Ath. Ræktunardýr verða að vera 12 mánaða eða eldri þegar skeljarnar eru greindar.

 

Útskýring á Niðurstöðum

  • Normal: Eðlilegar skeljar, engin merki um los
  • Grade 1: Hægt er að færa hnéskelina handvirkt úr grópinni og hún fer á sinn stað þegar henni er sleppt.
  • Grade 2: Hægt er að færa hnéskelina handvirkt eða hún fer úr grópinni þegar liðurinn er beygður. Hnéskelin helst fyrir utan grópina þar til hún er færð handvirkt aftur í hana eða dýrið réttir sjálft úr fætinum og skellir henni í.
  • Grade 3: Hnéskelin helst nánast alltaf fyrir utan grópina en hægt er að setja hana á sinn stað handvirkt, skelin fer auðveldlega aftur úr grópinni þegar liðamótin er sveigð.
  • Grade 4: Hnéskelin er alltaf fyrir utan grópina og er ekki hægt að færa hana aftur inn handvirkt. Bakkinn er mjög lítill eða farinn.

 

OFFA stendur fyrir ,,Orthopedic Foundation for Animals", en það eru hagsmunasamtök um heilbrigði gæludýra sem starfa án hagnaðs, þau eru ekki háð neinum félögum og því hlutlaus.
Til að flétta upp gæludýrum í grunninum þeirra smellið hér.

Til að senda niðurstöðurnar verður dýralæknirinn að fylla út eyðublað frá OFFA og senda á þetta heimilisfang:

Orthopedic Foundation for Animals

2300 E Nifong Blvd
Columbia
MO 65201-3806
USA

Við mælum með að senda bréfið í ábyrgð eða með UPS/TNT, svo þú getir rakið sendinguna.

Kötturinn er þreyfaður vakandi (ekki er mælt með lyfjagjöf) af dýralækni eftir umsókninni og almennum leiðbeiningum. Dýralæknirinn klárar síðan að fylla út umsóknina með því að gefa upp sitt mat á kettinum. Mælt er með að birta allar niðurstöður, hvort semer neikvæðar eða jákvæðar í gagnagrunni OFFA til að hægt sé að fá sem nákvæmasta mynd af tíðni hnéskeljalos í Maine Coon tegundinni. Ekki er rukkað fyrir greiningu niðurstaðna sem sýna hnéskeljalos, engöngu er rukkað fyrir normal niðurstöður. OFFA gefur köttum sem eru lausir við hnéskeljalos gagnagrunns númer.  Mælt er með að ræktunardýr séu skoðuð reglulega þar sem hnéskeljalos getur komið síðar á ævinni en 12 mánaða. Það kostar ekkert aukalega að setja inn niðurstöður sem gerðar eru síðar á ævinni, þú borgar bara einu sinni til OFFA fyrir hvern kött.

 

Dedicated Cloud Hosting for your business with Joomla ready to go. Launch your online home with CloudAccess.net.