MCKI

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
E-mail Print PDF
Umhverfisþjálfun

Á sýningum eru ansi margir kettir og mikill mannfjöldi, ef kötturinn þinn hefur aldrei komið í slíkar aðstæður er ansi hætt við að hann verði hræddur og stressaður. Sumir ræktendur umhverfisþjálfa kettlingana frá sér með því að fara með krílin á ýmsa staði þar sem mikið af fólki er saman komið og venja þá þannig við, til að kötturinn þinn verði gott og afslappað sýningardýr er mikilvægt að halda þessu við.  Dómararnir og dómþjónarnir nota einnig sterk sótthreinsandi efni til að halda borðunum hreinum á milli katta, það getur hjálpað að nota slík efni reglulega heima fyrir til að venja köttinn við lyktina.

 

Sýningarstaðan

Fyrst á sýningum fara kettirnir upp á borð hjá dómaranum þar sem hann dæmir hann og skrifar umsögn, en suma ketti biður dómarinn eigendur þeirra að koma með aftur, þá segir hann yfirleitt ,,you can come back later"  á ensku, þá vandast málið, þetta þýðir að kötturinn verður borinn saman við aðra ketti til að hljóta verðlaunin BIV og/eða NOM. Í samanburðinm þurfa eigendur kattanna eða dómþjónar að halda á köttunum í svokallaðri sýningarstöðu.

Maine Coon köttum er ekki eðlislegt að láta halda á sér í þessari stöðu og því mikilvægt að æfa hana sem oftast heima við, þeir sem eru öflugastir í sýningum taka alltaf kettina sína upp í sýningarstöðu áður en þeir knúsa þá eða sinna öðrum daglegum hlutverkum með kisunum. Ræktandinn þinn ætti að geta sýnt þér nákvæmlega hvernig best er að halda á Maine Coon ketti í samanburði en hér mun fylgja smá lýsing ásamt myndum.

Mikilvægt er að teygja eins mikið og hægt er á kettinum, í þessu tilfelli heldur sýnandinn kettinum þannig að hann myndar bungu á bakinu, en réttara er að teygja alveg úr kettinum þannig að bakið sé beint og lárétt.  Einnig á að halda kettinum eins langt frá líkamanum og hægt er, þegar þeir eru orðnir stórir og þungir verður þetta erfiðara og því meira freistandi að halda kettinum að líkamanum.  Flestir setja vísifingur og löngutöng á milli framlappana og hina hendina við nárann, skottið er látið falla fram og helst búið að gefa því smá lyftingu svo það njóti sín sem best, en eins og sjá má á þessari mynd tekur maður varla eftir skottinu.

 

Hér er kötturinn alveg láréttur með beint bak, skottið flæðir vel yfir hendina á sýnandanum og nýtur sín til fullnustu, einnig heldur sýnandinn kettinum lengra frá líkamanum.

 

 

Snyrting fyrir sýningar

Það sem er mikilvægt að átta sig á er að kattasýningar eru fyrst og fremst fegurðarsýningar, því gefur augaleið að skítugur köttur á ekki sömu möguleika og vel snyrtur köttur.


Þetta er ekki henntugasta leiðin til að þvo kött

 

Feldur á Maine Coon köttum verður gjarnan feitur, það lýsir sér þanngi að hárin festast saman. Algengustu staðirnir eru bak við eyrun, yfir bakið, makkinn og á skottinu á fress köttum. Þessa fitu þarf að þvo úr feldinum fyrir sýningar. Áður en byrjað er að baða er mikilvægt að klóa klippa köttinn, gætið þess að klippa ekki veiðihárin því margir kettir eru duglegir að smokra loppunum nálægt trýninu þegar þeir eru klóaklipptir. Einnig er skilyrði frá FIFé að allir kettir sem sýndir eru séu ný klóaklipptir. Ef þú kannt ekki eða treystir þér ekki til að klóaklippa ætti ræktandinn þinn að geta aðstoðað þig.

 

Flestir nota sápu sem heitir Groomers Goop til að hreinsa fituna úr kettinum, best er að þynna sápuna örlítið og nudda vel í þurran feldinn, gætið þess að vera búinn að kemba sem mest af lausu hárunum úr feldinum áður. Goopið er látið standa í u.þ.b. 5 mínútur og síðan skolað lauslega úr. Því næst er notað viðeigandi sjampó, mjög skiptar skoðanir eru á því hvaða sjampó er best og hvað ekki því munum við ekki fara nánar í framleiðanda, hinsvegar er mikilvægt alveg sama hvaða sjampó þú notar að það freiði vel í feldinum, oft þarf að þynna sjampóið til að ná upp góðri froðu.  Ætlir þú að nota næringu skolarðu sjampóið lauslega úr og setur næringuna í og lætur liggja eins og segir á leiðbeiningunum. Síðasta skolunin er mikilvægust.  Best er að taka tímann því yfirleitt skolar maður of stutt, lámarks skolun á fullorðnum ketti er í kringum 15 mínútur.  Eftir að búið er að skola er kötturinn þurrkaður eins og hægt er með handklæðum, því næst þarf að blása feldinn, sumir kettir bregðast einstaklega illa við hárblásaranum og því er hægt að einbeita sér að maga hárunum og sleppa hinu, magahárin eru fíngerðustu hárin og enda oftast í liðum séu þau ekki þurrkuð með hárblásara og greitt í gegnum þau samtímis, á sumum þarf að gera slíkt hið sama við skottið og makkan og enn aðra gengur ekkert nema að allur feldurinn sé blásinn með hárblásara, ekki allir Maine Coon kettir hafa nákvæmlega sömu feldgerð og því er þetta eitthvað sem þarf að koma í ljós.

Kettir verða gjarnan stressaðir í baði, því er mikilvægt að loka baðherbergis hurðinni og takmarka fjölda einstaklinga inni á meðan,
tvær manneskjur eru yfirdegið nóg og best að sleppa algjörlega öðrum gæludýrum.

Gættu þess að það fari ekki vatn í andlitið eða inn í eyrun á kettinum. Eyrun er gott að yfirfara varlega með eyrnapinna
ef einhverja fitu er að finna þar inní.

Athugið að þegar kisinn er orðinn hreinn og fínn, er æskilegt að gæta þess að gólf og bæli séu hrein, feldurinn er mjög
fljótur að taka fitu aftur í sig ef kisi liggur í henni (bæli eru oft fitug eftir kettina sjálfa). Annað sem er gott að hafa í huga er
að náttúruleg húðfita á höndunum okkar fitar feldinn líka fljótt, því er ekki vitlaust að þvo sér vel um hendur fyrir kelistund
svo sýningarbaðið sé nú ekki til einskis.

 

Bólusetningar

Þegar komið er á sýningu þarf að framvísa heilsufarsbók kattarins til að færa sönnur á því að kötturinn sé bólusettur árlega.
Kettir mega alls ekki fá árlegu sprautuna 15 dögum fyrir sýningu, því er mikilvægt að vera búinn að athuga þessa hluti um
svipað leiti og kötturinn er skráður á sýninguna.   Litlir kettlingar verða að vera búnir að fá tvær upphafsbólusetningar með
réttu millibili og þá seinni a.m.k. 15 dögum fyrir sýningu.

 

Sýningarbúr

Kisinn þarf að vera allan daginn á sýningunni, þess vegna komum við með búr til að hafa hann í á meðan hann er ekki uppi hjá dómara.
Reglugerðir FIFé kveða á um að búrin mega ekki vera minni en 50cm, það er hins vegar ansi lítið og eru flestir Maine Coon sýnendur búnir
að kaupa sér rimlabúr sem er 107cm á lengd, 70cm á breidd og 77cm á hæð. Þar sem rimlabúr eru nokkuð opin geta þau gert kisurnar óöruggar,
því er farið fram á að þú setjir skjólveggi fyrir köttinn þar sem opin er framhliðin (svo sýningagestir geti séð köttinn). Flestir sauma gardínur til þessa.

Einnig hefur verið vinsælt að festa glært plexygler framan á búrið (sem snýr að sýningagestum) til að vernda kisa frá litlum puttum sem koma
á sýningar til að skoða allar fínu kisurnar.

Dýrheimar s/f hafa einnig selt taubúr merkt Royal Canin sem vinsælt er að vera með á sýningum, þau eru 90cm löng.
Í þessi búr þarf ekki að sauma skjól, framan á er net svo kisa komist ekki út.

Kynjakettir hafa undanfarin ár haft skreytingaþemu á sýningunum sínum og veitt verðlaun fyrir best skreytta búrið tengt viðkomandi þema hverju sinni,
margir leggja heilmikla vinnu og skemmtun í þennan hluta og ýmsar frumlegar hugmyndir hafa komið í ljós á kattasýningum. Hér er eitt dæmi um slíkt.


Parket lagt búr & veggfóðrað með timbur húsgögnum og glugga. Glugginn var síðan opnalegur til að taka kisu út úr búrinu og fara með upp til dómara.
Til að sjá stærri mynd smellið hér.

Dedicated Cloud Hosting for your business with Joomla ready to go. Launch your online home with CloudAccess.net.