MCKI

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
E-mail Print PDF

Spinal Muscular Atrophy

SMA er stytting á Spinal Muscular Atrophy, en það er alvarlegur taugahrörnunarsjúkdómur sem erfist í köttum. Eins og með aðra sjúkdóma sem fram koma á þessari heimasíðu er vert að benda á að þeir eru ekki bundnir við Maine Coon tegundina, heldur ketti almennt. Hinsvegar er eru flestir kettir í heiminum sem eru heilsufarsprófaðir fyrir þessum sjúkdómi af tegundinni Maine Coon. En þegar sjúkdómur er ekki kortlagður eins og hefur verið gert með SMA og Maine Coon, þá er ómugulegt að vita hvað margir einstaklingar veikjast af þeim tiltekna sjúkdómi. Þess má geta að SMA finnst líka í fólki & öðrum dýrategundum.

Hefur sjúkdómurinn mest áhrif á aftur hluta kettlinganna og er oft sýnilegur á 3-4 mánaða ungviðum að þeir byrja að vera óstöðugir á afturfótunum og hækilbeinin snertast nánast þegar þeir standa.  Þegar þeir eru 5-6 mánaða eru þeir orðnir of viðkvæmur í afturfótunum til að geta stokkið auðveldlega á húsgögn og lenda jafnvel klaufalega þegar þeir hoppa niður.  Kettlingarnir finna ekki sársauka, því leika þeir sér og borða eðlilega.  Sumir geta lifað nokkuð þægilegu lífi sem innikettir í nokkuð mörg ár.   Fyrstu merki um sjúkdóminn má sjá við 15-17vikna aldur með mildum sjálfta. Þjáðir kettlingar tapa eiginleikanum til að stökkva og ganga eðlilega.  Þeir hafa óeðlilega næmni við snertingu eftir bakinu, hafa lítið þol og geta átt erfitt með andardrátt.

 

 

Dedicated Cloud Hosting for your business with Joomla ready to go. Launch your online home with CloudAccess.net.